Nikwax Tech Wash & TX.Direct Wash-In

kr.5,990

  • Endurnýjar Nano-Effect efnisins
  • Endurnýjar öndun efnis
  • Hjálpar til með að láta vöruna þína endast lengur

4 in stock

SKU: 34029090 Category:

Description

Vatnshelt efni sem andar þarf að viðhalda reglulega þegar það er notað. Nikwax er okkar persónulega uppáhalds vatnsþéttiefni og er auðvelt í notkun.

Við bóðum nú saman tvær frábærar lausnir sem hjálpar þér að viðhalda flíkinni þinni. Nikwax Tech Wash – Þvotaefni og Nikwax TX.Direct wash-in

  • Endurnýjar Nano-Effect efnisins
  • Endurnýjar öndun efnis
  • Mun láta vöruna þína endast lengur

Ef þú vilt prófa hvort það sé kominn tími til að nota Nikwax, þá mælum við með því að setja vöruna undir rennandi vatn (úr vatnskrana). Ef vatnið rennur af í litlum dropum er efnið enn vatnshelt. Ef vatn kemst inn í efnið er kominn tími til að nota Nikwax.

Það er auðvellt að nota þessi efni:

Nikwax Tech Wash – Þvottaefni

Þvottaefni fyrir vatnsheldan fatnað – 300ml

Nikwax endurnýjar og endur bætir öndun og vatnsfráhrindandi nanóáhrif. Þessi vara er mild fljótandi sápa sem hentar sérstaklega vel í vatnsheldan fatnað sem er mikið notaður og er hægt að nota reglulega án þess að skemma varanlega vatnsfráhrindandi húðina.

Hvers vegna ættir þú að nota þessa vöru?

Lengir endingu fatnaðar og hámarkar nýtingu
Eykur einangrunaráhrifin án þess að breyta uppbyggingu efnisins
Verndar öndun
Viðheldur fyrstu vatnsfráhrindingu
Auðvelt í notkun – í þvottavél
Hentar öllum efnum, þar með talið tæknilegum vefnaðarvöru
Fjarlægir varlega óhreinindi sem draga að sér vatn og er því skaðlegt fyrir vatnsfráhrindingu
Skilur ekki eftir sig leifar sem draga að sér vatn – ólíkt venjulegum þvottaefnum
Fjarlægir gamlar þvottaefnisleifar og gerir þær hlutlausar
Vatnsbundið – umhverfisvænt, niðurbrjótanlegt, ekki eldfimt, ekki eitrað
Inniheldur ekki flúorkolefni

Nikwax er tilvalið fyrir

Allan fatnað þar á meðal afkastamikinn og mikið notaðan fattnað
Tilvalið hreinsiefni fyrir öll nylon og gervi tjöld, bakpoka, skyggni, myndavélatöskur o.fl.

Meðhöndlun fyrir þvott á fattnaði.

Settu föt í þvottavél
Bætið Nikwax Tech Wash í hreina þvottaefnishólfið
Þvoið á venjulegu þvottakerfi (vinsamlegast fylgið leiðbeiningum)
Nikwax Tech Wash er einnig hægt að nota við handþvott
Ekki setja í þurrkara.

Hvenær ættir þú að nota þessa vöru?

Áður en það á að vatnsþétt flíkina með viðeigandi Nikwax vatnsþéttiefni skal alltaf þvo fatnaðinn með Nikwax Tech Wash, Þegar það er búið að þvo flíkina 6 – 8 sinnum (með Nikwax Tech Wash). Þá er  kominn tími til að nota viðeigandi Nikwax vatnsþéttiefni aftur.

Nikwax TX.Direct wash-in

Vatnsheldur efni fyrir fatnað – 300ml

Nýja útgáfan af TX.Direct 11.1 , endist allt að 5 sinnum lengur og húðar vatnsheldan fatnað á sérstaklega áhrifaríkan hátt. Vatnsheldarefnið TX.Direkt er auðvelt í notkun, öruggt, afkastamikið vatnsþéttiefni fyrir mikið notaðan fatnað. Nanóáhrif vatnshelda fatnaðar geta dvínað með tímanum eða eftir endurtekinn þvott. Nikwax TX-Direct endurheimtir nanóáhrifin!

Endurnýjar og bætir nanóáhrifum fatnaðar
Endurlífgar öndun vatnsheldra fatnaðar
Lengir endingu fatnaðar og hámarkar frammistöðu

Öndun, vatnsheldur fatnaður verður fljótt sveittur og blautur að innan í rökum og blautum aðstæðum. Ef ytri efnið dregur í sig vatn getur fatnaðurinn misst allt að 70% af öndun sinni. Nanóáhrif ytra efnisins á flíkinni þinni verður að viðhalda til að tryggja þægindi. Um leið og áhrifin hverfa ætti að endurnýja þau með Nikwax TX.Direct.

Hvernig get ég prufað hvort nanóáhrifin séu enn í lagi?

Það er mjög einfalt próf fyrir þessu. Haltu fatahlutnum stuttlega undir krananum; ef vatnið rennur af er vatnsheldin í lagi
Ef efnið dregur í sig vatnið er best að þvo það með Nikwax Tech Wash – Þvottaefni (sem kemur með í þessum pakka)og síðan vatnshelda með Nikwax TX.Direct.

Hvernig endurheimti ég nanóáhrif fatnaðarins míns?

Þvoðu föt fyrst:

Vél eða handþvottur
Þvottaefni ætti ekki að innihalda mýkingarefni, ylmefni eða önnur ætandi aukefni.
Mælt er með NIKWAX Tech Wash fyrir þvott.

Endurheimta Nano Effect:

Þvoðu fötin aftur með Nikwax TX.Direct beinum þvotti við 30 gráður.
Hengdu upp og láttu þorna

 

Nikwax Tech Wash & TX.Direct Wash-In

kr.5,990

4 in stock